Erlent

Utankjörfundarkosning byrjar illa

Forsetakosningarnar eru hafnar í Bandaríkjunum - það er að segja utankjörfundarkosning á Flórída - og ekki byrjar ferlið vel. Til að mynda hrundi fullkomið tölvukerfi sem gerði kjósendum kleift að kjósa með því að strjúka snertiskjá. Kjörseðill fyrir utankjörstaðakosningu í Palm Beach reyndist rangur. Víða mynduðust svo langar biðraðir við kjörstaði að kjósendur gáfust upp eftir klukkustunda langa bið. Augu Bandaríkjamanna beinast óneitanlega að Flórída í ljósi klúðursins þar fyrir fjórum árum og þar sem mjótt er á mununum milli meginframbjóðendanna tveggja. Flórída er eitt þeirra ríkja sem ráðið gæti úrslitum. Samkvæmt könnunum hefur Bush nokkuð forskot á landsvísu en Kerry stendur betur að vígi í þeim ríkjum þar sem munurinn er sem minnstur. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×