Erlent

Bush með 8% forskot

George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni. Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst. Í þremur af fimm stórum könnunum sem birtar voru um helgina er Bush með forskot á Kerry, þó hvergi jafn mikið forskot og hjá Gallup. Niðurstöður kannana Washington Post, Reuters og Time sýndu einnig mun en hann var innan skekkjumarka. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöðurnar og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×