Erlent

Kerry er ekki góður maður

"Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður," sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney varaforseta Bandaríkjanna, þegar hún kynnti eiginmann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. Aðspurður um samkynhneigð sagði Kerry að hún væri ekki val heldur nokkuð sem réðist við fæðingu og sagði að dóttir Cheney væri sér væntanlega sammála. Lynne Cheney þótti Kerry hafa gengið of nærri einkalífi dóttur sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×