Innlent

Þjóðin brást afar vel við

Þjóðin brást afar vel við landssöfnun Kiwanismanna, sem lauk síðastliðinn sunnudag, að sögn Kristins Richardssonar, formanns K-dagsnefndar. Ekki liggja fyrir tölur um hversu mikið safnaðist, en öll kurl verða væntanlega komin til grafar eftir um það bil viku, að því er hann sagði. Kristinn sagði, að allir rólfærir Kiwanisfélagar hefðu tekið þátt í söfnuninni, svo og aðstoðarfólk, til að mynda íþróttafélög og aðilar úr björgunarsveitum. Söfnunarfénu verður skipt á milli Barna- og unglingageðdeildarinnar og Geðhjálpar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×