Erlent

Hugsanlega tímamót í hlýnun jarðar

Koltvísýringsmengun í andrúmsloftinu hefur aukist mikið síðustu ár. Aukningin kemur mjög á óvart þar sem ekki er samhengi milli hennar og útblásturs koltvísýrings á sama tímabili. Þetta veldur vísindamönnum áhyggjum yfir því að hlýnun jarðar kunni að aukast hraðar en búist hefur verið við. Bandaríski vísindamaðurinn Charles Keeling sagði í viðtali við breska blaðið The Independent að aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu væri áhyggjuefni þar sem hún kynni að vera til marks um kaflaskipti í hlýnun jarðar. Keeling hefur mælt koltvísýringsmagn í andrúmsloftinu um áratugaskeið. Hann segir það nú hafa gerst í fyrsta skipti tvö ár í röð að koltvísýringsmagn aukist um meira en tvo hluta af milljón í andrúmsloftinu, hingað til hafi það aðeins gerst á margra ára fresti og þá í tengslum við El Nino hafstrauminn. Nú eigi það hins vegar ekki við. Eitt af því sem Keeling telur mögulegt er að þetta sé til marks um breytingar á náttúru jarðar sem geri henni ókleift að sporna jafn vel gegn aukningu koltvísýrings og áður. Það geti leitt til hlýnunar loftslags með aukinni hættu á þurrkum, uppskerubresti, hækkun yfirborðs sjávar og tíðari óveðrum svo dæmi séu tekin.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×