Innlent

Vegið að sjálfstæði dómstóla

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sakaði settan dómsmálaráðherra um að vega að sjálfstæðis dómstóla og láta ómálefnaleg sjónarmið ráða ferðinni við skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara: "Skipanin var geðþóttaákvörðun." Lúðvík lét þessi orð falla í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Geir H. Haarde settur dómsmálaráðherra sagði að skipanin hefði verið málefnaleg og þyngst hefði vegið að starfandi lögmaður hefði ekki verið skipaður í réttinn síðan 1990. Steingrímur J. Sigfússon, vinstri grænum sagði að "mesta hneykslið væri brot á jafnréttislögum." Þá hefði átt að skýra frá því fyrirfram við skipan síðustu tveggja dómara að sóst væri eftir annars vegar þekkingu á Evrópurétti og hins vegar reynslu af lögmennsku. Jónín Bjartmarz, Framsóknarflokki sagði að væru menn ósáttir við að hæstiréttur veitti álit á umsækjendum ættu viðkomandi að beita sér fyrir breytingum á dómstólalögum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×