Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rann út í dag og varð Héraðsdómur við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um tveggja vikna framlengingu. Sex manns voru í haldi þegar mest var, einum var sleppt í dag og öðrum í gær. Þá var Íslendingur búsettur í Rotterdam framseldur vegna gruns um aðild að málinu. Mennirnir eru grunaðir um stórfellt smygl á amfetamíni, kókaíni og LSD. Svo virðist sem hópurinn hafi notað tvær leiðir til smyglsins, annars vegar að koma efnunum um borð í flutningaskipið Dettifoss og hins vegar með póstsendingum. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins og segir ekki enn tímabært að gefa upp hversu mikið magn er um að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×