Menning

Tryllitæki vikunnar

Tryllitæki vikunnar er Toyota Hilux Doublecamp árgerð 1990. Bíllinn er smíðaður upp úr tveimur Hilux-bílum, X-Cap og Doublecamp, en svo hefur eigandinn, Torfi Birkir Jóhannsson, tínt úr fleiri bílum. Driflæsingar að framan og aftan eru upprunalegar Toyota-rafmagnslæsingar sem búið er að setja á lofttjakka. Bílnum er breytt fyrir 44 tommu dekk. Grindin er upprunalega X-Cap með klafafjöðrum að framan en búið er að hreinsa klafafjaðrirnar burtu og setja hásingu í staðinn. Búið er að setja loftpúðafjöðrun í bílinn allan hringinn og hægt er að hækka og lækka bílinn um 25 cm með loftpúðunum. Mótorinn er 2,8 lítra Toyota-motor með túrbínu og intercooler. Bætt hefur verið við low gear - extra lágum gír svo bíllinn drífi betur í snjó. Bíllinn var allur sprautaður og brettakantarnir eru sérsmíðaðir af Torfa og félaga hans. Bíllinn er eitthvað yfir 120 hestöfl og sannkallaður fjallabíll. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×