Innlent

Vill leggja forsetaembættið niður

Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í frumvarpinu felst breyting á stjórnarskrá Íslands og þarf því að samþykkja það á tveimur þingum til að það öðlist samþykki. "Tímasetningin er hárnákvæm" segir Pétur. "Það er lagt fram nú til kynningar og umræðu en síðan aftur í lok þessa kjörtímabils og þá til samþykkis. Verði það gert verður það síðan aftur lagt fram að loknum næstu kosningum". Með þessu móti yrði forsetaembættið lagt niður 2008 þegar kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lyki. "Nei, þetta er ekki hefnd fyrir fjölmiðlafrumvarpið, ég hef lengi verið þessarar skoðunar" segir Pétur. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að í stað synjunarvalds forseta komi ákvæði þar sem 25% atkvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×