Innlent

Reykjavíkurlistinn gagnrýndur

Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarráði, spurðist fyrir um það á fundi ráðsins í gær hvenær mætti vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar yrðu kynntar fyrir borgarfulltrúum og starfsfólki borgarinnar. Hún sagði að í síðustu viku hefði birst á forsíðum dagblaða fréttir um að fyrirhugaðar væru stórfelldar breytingar á stjórnkerfinu, þar á meðal sameining íþrótta- og tómstundaráðs og menningarmálanefndar. Margrét gagnrýnir það að þessi áform hefðu ekki verið kynnt með eðlilegum hætti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×