Innlent

Söfnun fyir geðsjúka hafin

Case Van Kleef, alþjóðaforseti Kiwanishreyfingarinnar, afhenti Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, K-lykilinn, barmmerki Landssöfnunar hreyfingarinnar, í Alþingishúsinu í gær. Afhendingin markaði upphaf fjögurra daga fjársöfnunar undir kjörorðunum Lykill að lífi. Ágóðinn rennur annars vegar til Geðhjálpar og hins vegar til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). K-lykillinn verður seldur um allt land dagana 7.-10. október. Markmiðið með söfnuninni er annars vegar að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni og hins vegar að styðja við uppbyggingu göngudeildar BUGL. Tíðni geðraskana hefur aukist á liðnum árum og eru geðraskanir nú algengasta orsök örorku hér á landi. BUGL hefur búið við húsnæðisskort undanfarin ár. Er aðkallandi að bæta úr þeim vanda og kemur fé sem safnast í góðar þarfir þar. Með sínum skerf söfnunarfjárins hyggst Geðhjálp rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni, meðal annars með fræðslu- og tengslaneti.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×