Innlent

Tengiliður

Landlæknir hefur kallað Gitte Lassen, tengilið "orkufólksins" á teppið og rætt við hana. Kane - fólkið sem málið snýst um var með námskeiðahald hér á landi í síðasta mánuði. Námskeið "orkufólksins" beindust meðal annars um að kanna orku fólks og taka við þar sem læknavísindin komu ekki að gangi, til að mynda varðandi vefjagigt og síþreytu. Gerði landlæknisembættið tengiliðnum grein fyrir því að slíkt námskeiðahald væri litið alvarlegum augum hér og undirstrikaði að óskað væri eftir því að það endurtæki sig ekki. "Það sem konan sjálf er að bjóða upp á sem einstaklingur er á svipuðum nótum og ýmsir aðrir í hliðstæðum geira eru að fást við," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það er okkur í sjálfum sér alveg að meinalausu. Hins vegar gekk samtal okkar út á aðferðir þeirra Kane - hjóna. Við vorum sammála um að aðferðir þeirra og það sem þau buðu upp á stæðist ekki kröfur sem við vildum gera til starfsemi af þessu tagi."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×