Innlent

Engin mótsögn hjá Samfylkingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, vísar því á bug að þversögn sé á milli afstöðu Samfylkingarinnar á Alþingi og innan R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hélt því fram að formaður Samfylkingarinnar héldi einu fram á Alþingi en varaformaðurinn allt öðru í R-listanum."Talast þau ekki við?" spurði Halldór. Ingibjörg Sólrún sagði að það væri samstaða um að ríkið gerði upp og leiðrétti tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. "Þetta er engin mótsögn, Halldór er bara að reyna að drepa málinu á dreif."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×