Innlent

Formenn mótmæla breytingum

Forystumenn allra stærstu íþróttafélaganna í Reykjavík hafa mótmælt hugmyndum um sameiningu íþróttamála og menningarmála í stjórnsýslu borgarinnar. Þetta kemur fram í bréfi sem tekið verður fyrir í borgarráði í dag. Þeir telja að núverandi fyrirkomulag hafi reynst vel og óttast að breytingar kunni að bitna á íþróttafélögunum. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar borgarinnar, hefur sagt að endanlegar tillögur um málið liggi fyrir síðar í þessum mánuði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×