Innlent

Kennarar á þingpöllum

Aðeins 30 kennurum var hleypt á þingpalla á meðan utandagskrárumræður stóðu yfir um kennaradeiluna. Meinuðu þingverðir nokkrum fjölda kennara inngöngu í Alþingishúsið. Jóhanna Sigurðardóttir, varaforseti Alþingis varð síðan að grípa til þess ráðs að biðja kennara um að láta ekki skoðanir sínar í ljós á meðan umræður stóðu yfir. Kennarar fögnuðu tvívegis með lófataki. Annars vegar þegar Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni sótti hart að forsætis- og menntamálaráðherra og hins vegar þegar Ögmundur Jónasson, vinstri-grænum sendi verkfallsmönnum í kennaradeilunni og sjómannahreyfingunni kveðjur í baráttunni við útgerðarmenn fyrir norðan. "Nú er kominn tími til að forsætisráðherra fari af afneitunarstiginu. Ríkisvaldið verður að tryggja sveitarfélögum fé til að geta greitt starfsfólki mannsæmandi laun," sagði Ögmundur og fékk lófatak að launum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×