Innlent

Ekki ósamstíga

Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi R-listans vísar ummælum forsætisráðherra þess efnis að Samfylkingin á þingi væri ósamstíga R-listanum í borgarstjórn á bug. "Ég bendi á að borgarstjórinn gekk á fund fjárlaganefndar á mánudag og fór yfir íþyngjandi ákvarðanir sem ríkið hefur tekið fyrir sveitarfélögin." Sagði Helgi að ummæli Halldórs hittu engan nema hann sjálfan fyrir því hafa sveitarstjórnarmenn Framsóknarmanna af öllu landinu hefðu leitað á náðir fjárlaganefndar og mótmælt ósanngjarnri tekjuskiptingu. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sagði R-listinn stæði þétt við bakið á samninganefnd sveitarfélaga. Ekkert samhengi væri á milli þess annars vegar að borgarstjóri og sveitarstjórnarmenn bentu fjárlaganefnd á íþyngjandi ákvarðanir ríkisins og skerta tekjustofna og kennaraverkfallsins hins vegar. "Sveitarfélögin munu ekki semja við kennara á skjön við aðra samninga í þjóðfélaginu."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×