Innlent

Vilja mislæg gatnamót

Ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík efndu til mótmælastöðu við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærmorgun til að mótmæla þeirri ákvörðun R-listans að fresta framkvæmdum vegna mislægra gatnamóta þar. Að sögn Brynjólfs Ægis Sævarssonar, formanns borgarmálahóps Heimdallar, dreifðu Heimdellingar miðum til ökumanna bíla sem biðu við gatnamótin, þar sem bent var á að biðtími við gatnamótin myndi styttast um 70 prósent yrðu þau mislæg og að slysum myndi fækka um 80 til 90 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×