Innlent

Ráðherra vísar fullyrðingum á bug

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra "vísar á bug" fullyrðingum Önnu Lilju Gunnarsdóttur starfandi forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss um að skera þurfi niður þjónustu á spítalanum vegna sparnaðarkröfu stjórnvalda upp á samtals 6 - 700 milljónir króna á næsta ári. "Við erum að bæta 500 milljónum króna inn í rekstrargrunn spítalans á næsta ári með því að skera sparnaðarkröfuna niður um þá upphæð" sagði heilbrigðisráðherra. "Hann fær samtals tæpar 700 milljónir króna á fjáraukalögum. Þar að auki er hann leystur undan almennri sparnaðarkröfu upp á eitt prósent, sem margar ríkisstofnanir hafa. Við erum jafnframt að skoða uppsafnaðan halla í rekstri hans og sú staða kemur í ljós á næstu dögum." Heilbrigðisráðherra sagði enn fremur, að menn væru að "fara fram úr sjálfum sér" ef þeir segðu að skera þyrfti niður þjónustu á spítalanum við þær aðstæður sem honum væru búnar nú. En þótt stjórnvöld hefðu veitt ákveðnar tilslakanir í sparnaðarkröfum þýddi það ekki að spítalinn væri leystur undan almennu aðhaldi, fremur en aðrar stofnanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×