Innlent

Klórgas til umræðu

Leyfisveiting vegna klórgasframleiðslu til fyrirtækisins Mjallar-Friggjar hefur ekki enn verið tekin fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn Kópavogs. Málið kom þó til umræðu á síðasta fundi. Þar lýstu allir fulltrúar Samfylkingar í bæjarstjórn sig andvíga því að leyfa framleiðsluna nærri íbúabyggð og einn bæjarfulltrúi Framsóknarflokks að auki. Verksmiðjan hefur sótt um leyfi til framleiðslunnar á lóð vestast á Kársnesi, en hún hefur hingað til verið á Fosshálsi í Reykjavík.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×