Innlent

Flóttamenn, fíkniefni og kjöt

Frá áramótum hefur Tollgæslan á Seyðisfirði neitað 18 útlendingum um landvistarleyfi, ýmist samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar og lögreglustjóra, eða að skilríki hafa reynst vera fölsuð. Tollgæslumenn hafa frá áramótum lagt hald á tæplega 21 gramm af fíkniefnum, fjögur vopn, þrjátíu og þrjár flöskur af sterku áfengi, yfir fimmtán þúsund vindlinga og samtals tæplega fimm hundruð lítra af bjór. Allt var þetta tekið af ferðamönnum sem komu til landsins með Norrænu. Í yfrliti tollgæslunnar er ýmislegt fleira og má þar nefna tæplega 200 kíló af ósoðnu kjöti, tæplega 30 kíló af ósoðnum eggjum og 146 kíló af mjólkurvörum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×