Innlent

Kári kveður dyra

Íbúar á suðvestanverðu landinu glímdu við nokkuð ákveðinn landnyrðing í gær en veðrinu olli krappt lægðasvæði í hafinu á milli Íslands og Skotlands. Vindurinn varð allhvass á stundum, til dæmis sýndu vindmælar á Kjalarnesi stöðugan vind upp á 26 m/s en ríflega 40 m/s í verstu hviðunum. Einnig var hvasst á Reykjanesskaga og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eitthvað var um að fólk hefði samband við lögregluna í Reykjavík vegna lausra muna sem vindurinn greip með sér. Var ástandið verst í efri byggðum höfuðborgarinnar, t.d. í Grafarholtinu þar sem sjá mátti garðhúsgögn og annað slíkt fjúka um, án þess þó að verulegt tjón hlytist af. Lögreglan hvetur fólk til að ganga frá eigum sínum fyrir veturinn. Gert er ráð fyrir að vindur verði hægari um allt land í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×