Innlent

Grunaður um að níðast á hryssum

Selfosslögreglan handtók í nótt mann á fertugsaldri í grennd við hesthúsahverfið í Þorlákshöfn, grunaðan um að hafa verið með kynferðislega tilburði við hryssur. Heimamenn hafa haft hann grunaðan um slíkt og vísuðu lögreglu á hann í nótt. Hann gat enga skýringu gefið lögreglu á ferðum sínum við hesthúsin og því var hann tekinn fastur. Dýralæknir hefur í morgun kannað hryssur í húsunum og meðal annars tekið lífsýni af þeim og læknir hefur tekið lífsýni af manninum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×