Innlent

Rúðubrjótur ófundinn

Lögreglan á Húsavík leitar nú logandi ljósi að skemmdarvargi sem á síðustu dögum hefur lagt í vana sinn að brjóta rúður í verslunum og fyrirtækjum í bænum. Aðfaranótt föstudags var rúðum stútað í raftækjaverslun með þeim afleiðingum að grjót hafnaði í nýju sjónvarpstæki og mölvaði sjónvarpsskjáinn mélinu smærra. Aðfaranótt laugardags virðist hinn sami hafa haldið uppteknum hætti því tilkynnt var um stór rúðubrot í skrifstofuhúsnæði Vélaverkstæðisins Gríms og gamla kaupfélagshúsinu á Húsavík. Skemmdarvargurinn virðist hafa það eitt að markmiði að skemma en stelur engu. Lögreglan á Húsavík biður hugsanleg vitni að gefa sig fram í síma 464 1303.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×