Innlent

Ungur maður lífshættulega slasaður

Ungur maður er lífshættulega slasaður eftir alvarlegt umferðarslys í Þrastarskógi síðdegis þegar tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðum áttum, skullu saman. Í hinum bílnum voru kona og eins árs barn og eru þau minna slösuð að sögn lögreglunnar á Selfossi. Pilturinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu þar sem hann er nú í rannsókn en konan og barnið voru flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×