Innlent

Heimskulegt segir Kristinn H.

"Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins. Níu þingmenn greiddu atkvæði með því að reka Kristin, Jónína Bjartmarz sat hjá og hann greiddi atkvæði á móti. Valgerður Sverrisdóttir var fjarverandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×