Innlent

Aukin óvissa frístundaheimila

Færri börn skiluðu sér inn á frístundaheimili borgarinnar á fyrsta degi verkfalls kennara. Soffía Pálsdóttir, fræðslustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir það valda ugg þar sem frístundaheimilin leiti starfsfólks til að bjóða þeim 100 börnum sem eru á biðlista pláss. "Ég vona að verkfallið verði ekki það langt að foreldrar finni börnunum aðrar lausnir en að senda þau hingað á frístundaheimilin og ég þurfi að segja upp því fólki sem búið er að ráða," segir Ólöf. Um eitt hundrað börn eru á biðlista frístundaheimilanna. Starfsfólk vantar til að anna eftirspurninni og voru störf auglýst um helgina. Ólöf segir nokkrar umsóknir þegar hafa borist. "Við erum ekki svartsýn á að takist að manna frístundaheimilin," segir Ólöf: "Nú lítur Grafarholtið vel út en þar var ástandið verst á sínum tíma. Enn vantar töluvert af starfsfólki í Breiðholtið en það er líka að leysast og nánast er búið að leysa málin í Seljaskóla," segir Ólöf. Ólöf segir ástæðu þess hve undirmannað var í byrjun hausts hversu miklu fleiri foreldrar hafi sótt um dagvistun fyrir börn sín en áður. "Ef við hefðum vitað að fjöldi barna ykist um 300 til 400 milli ára hefðum við skipulagt vinnu okkar öðruvísi."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×