Menning

Blómaolíur gegn kvíða

Sjúklingar í Bretlandi, sem bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsrannsóknum, munu í framtíðinni fá blómaolíur til að draga úr kvíðanum sem óhjákvæmilega fylgir rannsóknum af þessu tagi. Sérfræðingar við Napier-háskólann í Edinborg hafa fengið 15.000 punda styrk til að rannsaka hvernig best má nota olíurnar til að draga úr kvíða sjúklinganna. Þeir munu leggja aðaláherslu á olíur úr neroli- og lofnarblómum. Prófessor Laura Stirling stjórnar rannsókninni, en hún er líka menntaður aromaþerapisti. "Sjúklingar sem koma á sjúkrahús til rannsókna þurfa oft að bíða svo dögum skiptir eftir niðurstöðum og gangast svo undir aðgerð um leið og niðurstöður liggja fyrir. Við teljum að þessar olíur geti slegið á kvíðann og gert sjúklingum lífið bærilegra," segir Laura, en rannsóknin mun standa í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×