Innlent

Tré fuku upp með rótum

Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrrinótt og gærmorgun að sögn lögreglu. Nokkur stór tré fuku upp með rótum, gervihnattadiskar skemmdust og þakplötur fuku. Járnplötur fuku af þaki íbúðarhúss og útihúss á bænum Velli II skammt frá Hvolsvelli í hvassviðrinu. Lentu járnplöturnar meðal annars á íbúðarhúsi á Velli I og hjuggu í gegnum klæðningu hússins. Þá brotnaði rúða í jeppabifreið við bæinn þegar járnplata fauk á hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×