Innlent

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi Borgarráðs í gær. "Taka skal tillit til hagsmuna Reykjavíkurborgar sem aðaleiganda fyrirtækjanna tveggja og jafnframt sem eins helsta kaupanda þjónustu þeirra. Miðist tillögurnar við að tryggja sem virkasta samkeppni á starfssviði fyrirtækjanna," segir í tillögunni. Þórólfur Árnason borgarstjóri er sagður fagna einingu borgarstjórnarflokkanna um málið og segir söluna í takt við þá stefnu borgarinnar að selja rekstrareiningar sem betur eiga heima á almennum markaði.Hann segir söluna lið í ferli sem staðið hafi um árabil og vísar til sölu hlutar borgarinnar í Skýrr, Pípugerð Reykjavíkur, sameiningu veitufyrirtækja borgarinnar og stofnunar Félagsbústaða, auk hlutafélagavæðingar og sölu hlutafjár í Húsatryggingum Reykjavíkur.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu um söluna á Vélamiðstöðinni og Malbikunarstöðinni Höfða á borgarstjórnarfundi fyrr í mánuðinum og var henni þá vísað til til borgarráðs.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×