Innlent

Girðing þvert yfir flugbrautina

Girðing hefur verið reist þvert yfir flugbrautina fyrrverandi í Holti í Önundarfirði til að verja friðað æðarvarp og landgræðslu fyrir ágangi manna og dýra. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins Besta. Flugvöllurinn í Holti var með öllu aflagður árið 2000 en Stína Gísladóttir, prestur og æðarræktandi í Holti, segir girðinguna þó hafa verið setta upp í samráði við flugmálayfirvöld. Þótt völlurinn sé tæknilega séð ekki lengur til þá er hann merktur inn á öll kort og gæti virst ákjósanlegur lendingastaður fyrir flugmenn. Myndin er frá Önundarfirði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×