Erlent

13 ára drengur með vændisþjónustu

Þrettán ára drengur í Taívan hefur verið handtekinn fyrir að starfrækja vændisþjónustu á Netinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun drengurinn hafa fengið fleiri en 100 drengi og stúlkur til að skrá sig á heimasíðuna síðustu fjóra mánuði, undir þeim formerkjum að selja kynferðislega þjónustu. Ekki er vitað til að nokkurt þeirra hafi farið á fund viðskiptavina. Drengurinn segist hafa stofnað heimasíðuna vegna leiðinda. Hann hafi ekkert haft fyrir stafni nema að leika sér í tölvunni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×