Innlent

Nýja stjórnin tekin við

Ný ríkisstjórn, undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar, tók formlega við á ríkisráðsfundi sem nú stendur yfir á Bessastöðum. Halldór er fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins. Davíð Oddsson, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra lengst allra Íslendinga eða í þrettán ár, er nú utanríkisráðherra í ríkisstjórn Halldórs. Önnur breyting sem orðið hefur á ríkisstjórninni er að Sigríður Anna Þórðardóttir hefur tekið við embætti umhverfisráðherra af Siv Friðleifsdóttur. Myndin er frá síðustu ráðherraskiptum þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við menntamálaráðuneytinu af Tómasi Inga Olrich.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×