Sport

Þjóðverjar sviptir verðlaunum

Ákveðið hefur verið að svipta liði þjóðverja gullverðlaunum sínum í hestaíþróttum eftir mistök dómara í keppninni, en þeim láðist að gefa Bettina Hoy tímarefsingu. Hoy var skiljanlega svekkt með ákvörðunina og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til breska liðsins. "Þetta er sorgardagur fyrir íþróttir almennt" sagði Andrew Hoy, þrefaldur gullverðlaunahafi Ástrala og eiginmaður Bettinu. "Mér finnst skömm af því að aðrar þjóðir skuli hafa kært".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×