Sport

Klüft vann yfirburðasigur

Sænska sjöþrautarkonan Caroline Klüft tryggði sér glæsilegan sigur í sjöþraut í gær en þessi 21 árs gamla íþróttakona frá Borås bætti Ólympíugullinu við heimsmeistaratitla sína innan- og utanhúss frá því í fyrra. Klüft var rétt við það að brjóta 7.000 stiga múrinn, hlaut alls 6.952 stig, en hún er aðeins ein þriggja kvenna sem hefur afrekað það, gerði það þegar hún vann heimsmeistaratitilinn í fyrra. Kluft vann sjöþrautina með 517 stiga mun sem eru ótrúlega miklir yfirburðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×