Sport

Frakkar áfram

Franska kvennalandsliðið í handbolta er komið í 8 liða úrslit eftir að hafa lagt lið Angóla að velli, 29-21. Frakkar komust í 10-2 á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og höfðu sex marka forystu í hálfleik. Pecqueux Rolland var markahæst í franska liðinu með átta mörk. Lið Angóla eygir enn möguleika á að komast í úrslitin en það er að duga eða drepast fyrir liðið í síðasta leik undankeppninar, gegn Dönum á morgun. Frakkar eru öruggir áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×