Sport

Örn komst ekki áfram

Sundmaðurinn Örn Arnarson varð 54. af 83 keppendum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Aþenu í morgun. Örn synti á 23,84 sekúndum og varð sjötti í sínum riðli og komst þar með ekki í úrslit. Bandaríkjamaðurinn Gary Hall var fljótastur í undanrásunum og kom í mark á 22,04 sek.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×