Tíska og hönnun

Charlize keppir við Nicole

Hin yndisfríða suður-afríska leikkona Charlize Theron hefur skrifað undir samning hjá Christian Dior. Það þýðir að Theron er hið nýja andlit metsöluilmvatnsins þeirra Dior-manna, Jadore. Theron mun því heyja hatramma baráttu við óskarsverðlaunahafann Nicole Kidman sem verður hið nýja andlit Chanel.

Theron mun bæði leika í auglýsingum og sitja fyrir á myndum fyrir Jadore og mun allsherjarherferð hefjast seinnipart hausts. Ekki eru til staðfestar tölur um upphæðina sem Theron fær fyrir þennan samning en kvisast hefur út að hún fái eitthvað á milli 210 og 360 milljónir íslenskra króna.

Hollywood-stjörnurnar virðast næstum því vera að koma í staðinn fyrir fyrirsæturnar vestan hafs. Óskarsverðlaunahafinn Hilary Swank auglýsir Calvin Klein-nærföt eins og óð manneskja á meðan Scarlett Johansson er aðalstjarnan í haustlínu Louis Vuitton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×