Erlent

Al-Sadr heill á húfi

Leiðtogi uppreisnarmanna sjíta-múslima í Írak, Moqtada al-Sadr, er ekki særður eftir árásir Bandaríkjamanna á borgina Nafaj í gær eins og talsmenn hans héldu fram í morgun, segir innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks. Hann segir al-Sadr í viðræðum við stjórnvöld um að yfirgefa bænahús í miðborg Najaf þar sem uppreisnarmenn hafa hreiðrað um sig. Innanríkisráðherran segir að al-Sadr verði ekki handtekinn yfirgefi hann bænahúsið og bætir við að vopnahlé hafi verið komið á eftir átökin í gær. Bandaríkjaher beitti þyrlum og skriðdrekum í stórfelldri árás í Najaf í gær og var henni mótmælt í mörgum borgum Íraks. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×