Erlent

Hringja beint gegnum tölvuna

Nú geta tölvueigendur hringt beint í heimilissíma og farsíma úr tölvunni ef þeir útvega sér nýtt forrit. Það eru forsvarsmenn fyrirtækisins Skype sem settu forritið á markaðinn en þeir hafa áður hannað forrit sem gerir tölvum kleift að hafa samband ókeypis sín á milli gegnum netið. Notendum símaforritsins verður aftur á móti gert að greiða fyrir þjónustuna. Verðið verður samkeppnishæft við það sem best gerist að sögn forráðamanna Skype.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×