Erlent

Google á Nasdaq

Leitarvélafyrirtækið Google hefur ákveðið að félagið verði skráð á Nasdaq-markaðinn að loknu frumútboði. Vangaveltur voru um að félagið yrði skráð á NYSE-markaðinn. Google tilkynnti um fyrirhugaða skráningu í apríl en nú eru taldar líkur á því að félagið verði skráð fljótlega, jafnvel fyrir lok þessa mánaðar. Félagið vill hafa uppboðsfyrirkomulag á útboðinu, enda töluverð spenna fyrir fyrirtækinu. Venjulega er verð fastsett við slíkt útboð og eftirmarkaður tekur síðan við. Þrátt fyrir að vitað sé að mikil eftirspurn verði eftir bréfunum hefur fyrirtækið fengið til liðs við sig fjölda sérfræðinga til að markaðsetja hlutafjárútboðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×