Innlent

Davíð ekki eins sterkur og áður

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að augljóst sé á niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins um hvort Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september, að stór hluti sjálfstæðismanna sé sáttur við foringja sinn. "Maður hlýtur hins vegar að velta því fyrir sér hvort þetta sé ásættanleg niðurstaða fyrir jafn sterkan formann og Davíð hefur verið. Ef þessi könnun hefði verið gerð fyrir einu eða tveimur árum hefði Davíð eflaust fengið mun afdráttarlausari stuðning hjá flokksmönnum," segir Gunnar Helgi. "Hafa verður í huga að fylgi við flokkinn er í lágmarki og þarna er því um harðasta kjarnann að ræða. Það er umhugsunarvert að jafnvel í þeim hópi telji 30 prósent að formaður flokksins eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum," segir Gunnar Helgi en bætir við: "Á hinn bóginn má segja að niðurstaðan sýni að flokkurinn hafi ekki snúið baki við Davíð".


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×