Innlent

Útkoma Björns vekur mesta athygli

"Þetta staðfestir að Geir H. Haarde hefur yfirburðastöðu," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Svanur telur mikið fylgi Geirs þó ekki þurfa að koma á óvart og bendir á að Geir sé varaformaður flokksins. Þá telur Svanur að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra geti vel við unað. "Þorgerður Katrín kemur vel út úr þessu, ekki síst í ljósi þess að hún var ekki efst á lista í sínu kjördæmi," segir Svanur. Svanur segir þó slæma útkomu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra vekja mesta athygli. "Hann er maður sem ýmsir hafa nefnt sem arftaka Davíðs þannig að þetta er í raun mjög niðurlægjandi niðurstaða fyrir Björn Bjarnason."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×