Innlent

Gömul kaldastríðsblaðamennska

Ólafur Ragnar Grímsson segir Morgunblaðið hafa rekið markvissan og hatramman áróður gegn sér og segir blaðið komið í gamla kaldastríðsblaðamennsku. Hinn mikla fjölda auðra atkvæða skýrði Ólafur Ragnar með því að fólk hefði verið hvatt af ýmsum til að skila auðu. Væri þar Morgunblaðið í fararbroddi. Hann kallaði þetta aðför og herferð og nefndi forsíðufyrirsögn blaðsins í gær sem dæmi. Stöð 2 leitaði eftir viðtali við Styrmi Gunnarsson ritstjóra í dag vegna þessara ummæla en hann svaraði að viðbrögð Morgunblaðsins myndu birtast í blaðinu á morgun.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×