Innlent

Fyrstu tölur klukkan 22

Atkvæðatalning í forsetakosningunum hefst klukkan 19:00 í kvöld í öllum kjördæmum landsins . Talningar fara fram á eftirtöldum stöðum: Í Reykjavíkurkjördæmi suður í Hagaskóla, í Reykjavíkurkjördæmi norður í Ráðhúsi Reykjavíkur, í Suðvesturkjördæmi í Kaplakrika í Hafnarfirði, í Suðurkjördæmi í Fjölbrautarskóla Suðurnesja á Selfossi, í Norðvestur í Hótel Borgarnesi og í Norðausturkjördæmi í KA heimilinu á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn er búist við fyrstu tölum klukkan 22:00. Þórunn Guðmundsdóttir, fulltrúi yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi segir að lokatalningar megi vænta fyrr en við Alþingiskosningar í fyrra þegar talningu lauk klukkan 02:30. "Þetta er auðveldari talning en í Alþingiskosningum auk þess sem við gerum ráð fyrir að kjörsókn verði minni. Við búmst því að talning taki skemmri tíma en í fyrra." Þórunn segir að auðir atkvæðaseðlar verði taldir á sama tíma og aðrir seðlar en ekki í lok talningar eins og venja er til og auðir seðlar og ógildir verða taldir í sitthvoru lagi. Ríkissjónvarpið flytur fregnir af gangi mála á milli dagskrárliða í kvöld og sendir fyrst út klukkan 21:59. Meðal gesta í sjónvarpssal verða allir forsetaframbjóðendur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×