Erlent

Þjóðarsundrungin aldrei meiri

John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir George Bush, forseta Bandaríkjanna, hafa klofið þjóðina meira en nokkur annar forseti í sögunni. Gagnrýni Kerrys kemur í kjölfar þess að repúblikanar meinuðu honum að greiða atkvæði í öldungadeild bandaríkjaþings á þriðjudaginn. Kerry segir yfirlýsingar Bush, um að hann sé maðurinn sem geti sameinað Bandaríkin, fáránlegar þar sem hann hafi sundrað þjóðinni meira en nokkur annar forseti. Það fór mjög fyrir brjóstið á Kerry að repúblikanar skildu meina honum um að greiða atkvæði með auknum útgjöldum til heilbrigðisþjónustu hermanna í öldugadeild bandaríkjaþings á þriðjudag. Kerry hafði lýst því yfir að hann myndi fresta kosningabaráttu sinni á þriðjudaginn þar sem hann ætlaði að vera í Washington til að greiða atkvæði með auknum útgjöldum til heilsugæslu fyrir hermenn. Kerry kom hins vegar að lokuðum dyrum þar sem hann fékk ekki að greiða atkvæði. Þingmenn repúblikana segja Kerry hafa yfirgefið Washington þegar umræðan um útgjöld til heilbrigðismála hermanna voru í hámarki og því sé algerlega óeðlilegt að Kerry hafi krafist þess að dagskrá þingsins yrði breytt svo sér yrði gert kleift að greiða atkvæði. Kerry segir Bush og hans menn hins vegar smásálir sem hafi glaðir eytt öllu sínu púðri í að finna leiðir til að tryggja það að John Kerry fengi örugglega ekki að greiða atkvæði um þetta mál.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×