Erlent

Pentagon neitar pyntingum á Saddam

Yfirmenn í Pentagon vísa á bug ásökunum lögfræðings Saddams Hússeins, þess efnis að forsetinn fyrrverandi hafi mátt þola mannréttindabrot í fangavist sinni. Lögfræðingurinn hefur haldið því fram að á Saddam séu nýleg sár og að hann hafi mátt þola pyntingar í líkingu við þær sem átt hafi sér stað í Abu Ghraib fangelsinu. Þessu neita ráðamenn í Pentagon og segja að meðferðin á Saddam falli í einu og öllu að ákvæðum Genfarsáttmálans. Auk þess hafi alþjóðleg nefnd Rauða krossins heimsótt Saddam þrisvar sinnum í prísundina, án þess að finna neitt athugavert við meðferðina á honum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×