Sport

Fimmti sigur Valsstelpna í röð

Valsstelpur ætla ekkert að gefa eftir á toppi Landsbankadeildar kvenna en liðið vann sinn fimmta sigur í röð á Fjölnisvellinum í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og Dóra María Lárusdóttir bæði skoraði og lagði upp mark í 0-3 sigri Vals sem hefur fjögurra stiga forskot á ÍBV á toppnum. Kristín ýr Bjarnadóttir skoraði  í þriðja leiknum í röð og hefur alls gert fimm mörk í þessum þremur sigurleikjum Vals. Anna Rún Sveinsdóttir, markvörður Fjölnis stóð sig mjög vel í markinu og kom í veg fyrir að sigur Vals yrði stærri en Valsvörninni var aldrei ógnað og Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður þurfti aldrei að reyna sig í þessum leik. Guðbjörg hefur reyndar aðeins fengið á sig 10 skot í fyrstu fimm leikjum tímabilsins og aðeins Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir hefur náð að skora hjá henni. Það sem skipti máli í leiknumFjölnir-Valur 0-3 (0-1) 0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (40.) 0-2 Dóra María Lárusdóttir (52.) 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (75.) Best á vellinum: Dóra María Lárusdóttir, Val Tölfræðin: Skot (á mark): 6-31 (0-15) Horn: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 11-13 Rangstöður: 3-2 Mjög góðar: Dóra María Lárusdóttir, Val Anna Rún Sveinsdóttir, Fjölni Góðar: Vanja Stefanovic, Fjölni Ratka Zivkovic, Fjölni Elísa Pálsdóttir, Fjölni Íris Andrésdóttir, Val Málfríður Sigurðardóttir, Val Ásta Árnadóttir, Val Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val Dóra Stefánsdóttir, Val Pála Marie Einarsdóttir, Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×