Erlent

Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að rússneska leyniþjónustan hefði varað stjórnvöld í Washington við því að Saddam Hússein hefði skipulagt hryðjuverkaárásir á Bandaríkin, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Pútín sagði að leyniþjónustan hefði nokkrum sinnum fengið upplýsingar um að sérsveitir Saddams Hússeins væru að skipuleggja árás á bandarísk skotmörk, bæði innan og utan Bandaríkjanna. Upplýsingunum hefði verið komið til bandarískra stjórnvalda en rússnesku leyniþjónustunni hefði ekki tekist að sanna aðild Íraka að hryðjuverkaárásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×