Innlent

Aukið fylgi ríkisstjórnar

Ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig talsverðu fylgi frá könnun Fréttablaðsins frá tuttugasta maí samkvæmt nýjustu skoðanakönnun blaðsins og fengju nú tæplega fjörutíu og þriggja prósenta fylgi. Það er aukning um heil tólf prósentustig á hálfum mánuði. Mun færri voru óákveðnir nú en í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn á alla þessa aukningu og gott betur því fylgi hans vex um tæp tíu prósentustig og fer upp í tæplega þrjátíu og fimm prósent, en fylgi Framsóknarflokksins dalar um hátt í þrjú prósentustig og fer niður í rúmlega átta prósent. Samfylkingin væri enn stærsti flokkurinn með 37 prósenta fylgi, en tapar rösklega fjórum prósentustigum úr síðustu könnun. Vinstri grænir dala örlítið frá síðustu könnun, en eru þó með tæp 17 prósent en fylgi Frjálslyndra lækkar þriðju könnunina í röð og mælist flokkurinn nú með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Samkvæmt könnuninni fengu ríkisstjórnarflokkarnir 27 þingmenn, en Samfylkingin ein, -tuttugu og fjóra og vinstri grænir tíu þingmenn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×