Viðskipti innlent

KB banki ætlar í bíó

Tilboðið er með stuðningi þýska bankans WestLB AG sem ræður 43% hlutafjár félagsins. KB banki mun koma að hluta fjármögnunarinnar, auk þess sem bankinn mun eignast hlut í Odeon. Odeon er stærsta kvikmyndahúsakeðja Bretlands Ármann Þorvaldsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs KB banka í London, segir þetta tilkomið af því að bankinn hafi áður unnið með Robert Tchenguiz þegar hann reyndi kaup á verslunarkeðjunni Selfridges. Enda þótt þau kaup gengju ekki eftir hefur samband haldist. Algengt er að KB banki eignist hlut í fyrirtækjum sem bankinn tekur þátt í að fjármagna. Ármann segir það ekkert skilyrði af þeirra hálfu. "Við ráðumst yfirleitt ekki í svona verkefni nema að við höfum mikla trú á þeim og tökum þá oft þátt í kaupum á hlutafé."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×